Fimleikar og afmælisveisla

Fimleikadagur hjá Hjalta í dag. Hann er alltaf í fimleikum á sunnudögum klukkan 11. Eitthvað þóttist hann nú ekki nenna að fara, en skemmti sér auðvitað konunglega á staðnum. Það er örugglega rosalega gaman að vera fjögurra ára og fá að hoppa og skoppa, sveifla sér og hamast í þessum fimleikatækjum.

Næst fórum við í IKEA og versluðum okkur langþráðan sjónvarpsskáp. Nú getur maður hækkað skammelinn á Lay-Z-Boy stólunum og horft á sjónvarpið án þess að tærnar séu fyrir ;) Keyptum líka hillur fyrir DVD diskana okkar.

Síðan var afmælisveisla hjá Ólöfu Svölu, dóttur Magga bróður. Hún átti afmæli í vikunni og er því orðin 11 ára skvísa. Hún og Elísa voru á Högnastöðum með mömmu og pabba um helgina, en þeim var náttúrulega skilað í tæka tíð fyrir afmælið. Þetta var nú bara eins og fermingarveisla, svo veglegar voru kræsingarnar. Svolítið skondið þegar fólk heldur veislu fyrir allra nánustu ættingja, þá eru þetta stundum bara alveg risaveislur, því nánustu ættingjarnir eru svo margir ;) 

Ég druslaðist svo í ræktina til að reyna að bæta fyrir kökuátið... kannski hef ég brennt sem samsvarar einni kökusneið, það er nefninlega alveg ótrúlega mikið af hitaeiningum í svona kökum og brauðtertum. Well, nenni ekki að hafa samviskubit yfir því.

Jæja, litlu krakkarnir farnir að sofa og Elis búinn að setja upp sjónvarpsskápinn. Kannski maður leggist bara í sófann og finni sér eitthvað til að horfa á ;)

Lilja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband