Svo klár á netinu... NOT!

Aulabárður aldarinnar sko. Ég ætlaði að vera rosalega sniðug og fá hana systur mína til að kaupa fyrir mig hjólaskó á krakkana þarna úti í Ameríkunni, þar sem þetta er langefst á óskalistanum hjá Örnu og Hjalta. Nema systa er náttúrulega svo rosalega upptekin og brjálað að gera hjá henni, þannig að hún hefur bara engan tíma í að reyna að grafa upp svona skó. Enda bíllaus og gefur sér varla tíma til að versla mat einu sinni. Jæja, Lilja ákvað að spara henni allt þetta vesen og bara panta af netinu... alveg brilliant lausn. Þá bara borga ég og netverslunin sendir þetta á Heiðu systur, þar sem þeir senda ekki utan Bandaríkjanna.

Jú, á endanum fann ég einhverja síðu þar sem það virtist vera hægt að borga með íslensku kreditkorti, þannig að ég lagði inn pöntun voða stolt og ánægð með mig. Síðan fór ég nú að skoða pöntunina aðeins betur og rak þá augun í að ég hafði snúið húsnúmerinu við... skrifaði 68 í stað 86. Alveg ótrúleg!!! Ég e-mailaði strax á kompaníið, en fékk ekkert nema stöðluð e-mail til baka um að það væri ekki hægt að breyta pöntun sem hefði verið lögð inn. Nú, ég fékk Heiðu til að hringja í þessa gaura, en þar lenti hún bara á gufu dauðans sem vissi ekkert í sinn haus og gat ekkert hjálpað. Hann gat ekki látið Heiðu fá neina e-mail adressu þegar hún bað um það, en bauðst hins vegar af hjálpsemi sinni til að láta hana fá símanúmer... ööööh... símanúmerið sem hún hringdi í þegar hún fékk samband við hann. Já, gáfaðir Ameríkanar.

Jæja, Heiða greyið þarf líklega að tölta til nágrannans neðar í götunni og athuga hvort þeir vilji vera svo elskulegir að hafa augun opin fyrir þessari pöntun ef hún skyldi koma til þeirra. Vona bara að þetta sé almennilegt fólk. Svo má reyndar athuga með póstinn sjálfann þarna úti, veit bara ekki alveg hverjir sjá um sendinguna. Athuga þetta betur eftir helgi.

En já, eins og þetta væri ekki nóg klúður þá komst ég líka að því að ég pantaði óvart tvenna nákvæmlega eins skó á Hjalta. Ætlaði sko að panta eina á Örnu og eina á Hjalta, en pantaði sem sagt eina á Örnu og TVENNA á Hjalta. Ójá, ég er netpöntunarsérfræðingur.

Well, ef þessir skór komast til skila þá verð ég svo sem örugglega ekki í vandræðum með að koma þessu aukapari út. En kannski verður það svo að um jólin verða einhverjir Joe, John og Daisy voða ánægð með nýju hjólaskóna sína sem jólasveinninn kom með alveg upp úr þurru :Þ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Hæ, búin að tékka á nr. 68. Þetta er barasta Brown University bygging, eitthvað Classics Society eða einhver fjandinn. En allavega, þeir tóku bara vel í þetta skrýtna erindi mitt og ætla að hringja eða senda mér póst þegar og ef þeir fá sendingu af skóm...

Heiða María Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

B.t.w. ég mundi nota tækifærið og sækja um í Þþþþpeþial pibbl klöööb.

Heiða María Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Úpps... vonandi leysist þetta hjá þér...

Rannveig Lena Gísladóttir, 10.11.2007 kl. 22:41

4 Smámynd: Elis, Lilja og co.

Já, ég held svo sannarlega að ég sé alveg sjálfkjörin í Þþþþpeþial pibbl klöööb.

En takk systa mín fyrir að tékka á þessu fólki, ég held að sendingin sé farin af stað á þessa adressu :S 

Elis, Lilja og co., 11.11.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband