Gelgjan og Kjartan galdrakarl

Þá er maður búinn að láta tékka á öllum tönnum í öllum börnum. Elísa fór til Kjartans í dag og það sem var hennar mesta skelfing var ekki að vera með einhverjar holur, heldur fá svona GULT á tennurnar... úúúú... hræðilegt. En hún slapp ekki og fékk gult á tennurnar og má ekki borða og drekka í tvo tíma á eftir. Já, það er erfitt að vera gelgja. Hún ætlaði ekki að opna munninn þessa tvo tíma, ekki tala og ekki hlæja eða neitt. Það er greinilega mikilvægara að vera gella en að fá flúor á tennurnar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

LOL, já þetta er náttúrulega hræðilegt mál!

Heiða María Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 17:13

2 identicon

Já, ég man nú eftir dætrum mínum á þessum aldri. Það var staðið fyrir framan spegilinn og pirrast yfir hvort einn hárlokkur snéri nú rétt eða hvort ein lítil bóla væri rosalega áberandi hahaha ;-)

Dísa amma (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband