Handboltahetjurnar

Arna og Hjalti eru að æfa handbolta, með Val að sjálfsögðu, þar sem pabbi þeirra er harður Valsari. Í gær var vinamót haldið í Víkingsheimilinu og voru margar litlar handboltahetjur að keppa. Þetta var heilmikið prógramm og við vorum alveg frá 15-19 á þessu móti. Örnu og Hjalta fannst þetta alveg rosalega gaman og voru afskaplega stolt af sér. Þjálfarinn þeirra er líka svo frábær. Hún leggur aðaláhersluna á að allir spili saman og að allir fái boltann og fái að skjóta á markið. Sumir eru auðvitað klárari en aðrir, sumir búnir að æfa lengur og allt þetta, en krakkarnir fundu sko ekkert fyrir því. Í þeirra augum voru þau öll hetjur og stóðu sig öll alveg rosalega vel :D Svo fengu allir verðalaunapening eftir á. Arna hafði á orði að þessi dagur væri besti dagur lífs hennar... það segir nú heilmikið um hversu vel hún skemmti sér og hvað hún var ánægð með sig ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Takk fyrir kvittið á síðunni minni, alltaf gaman að sjá hverjir lesa og takk fyrir hrósið, maður roðnar bara!  hehe

En já krakkarnir stóðu sig rosa vel (líka í handstöðunum! hehe), og þau eru líka bara vel heppnuð eintök, forréttindi að fá að þjálfa svona skemmtilega krakka sjáumst á æfingu á eftir:o)

Bjarney Bjarnadóttir, 22.11.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband