Arna og Hjalti eru að æfa handbolta, með Val að sjálfsögðu, þar sem pabbi þeirra er harður Valsari. Í gær var vinamót haldið í Víkingsheimilinu og voru margar litlar handboltahetjur að keppa. Þetta var heilmikið prógramm og við vorum alveg frá 15-19 á þessu móti. Örnu og Hjalta fannst þetta alveg rosalega gaman og voru afskaplega stolt af sér. Þjálfarinn þeirra er líka svo frábær. Hún leggur aðaláhersluna á að allir spili saman og að allir fái boltann og fái að skjóta á markið. Sumir eru auðvitað klárari en aðrir, sumir búnir að æfa lengur og allt þetta, en krakkarnir fundu sko ekkert fyrir því. Í þeirra augum voru þau öll hetjur og stóðu sig öll alveg rosalega vel :D Svo fengu allir verðalaunapening eftir á. Arna hafði á orði að þessi dagur væri besti dagur lífs hennar... það segir nú heilmikið um hversu vel hún skemmti sér og hvað hún var ánægð með sig ;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 11.11.2007 | 20:52 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Hollar/léttar uppskriftir.
Fínar uppskriftir fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna.
- World Class uppskriftir Uppskriftir frá World Class
- Heil og sæl uppskriftir Uppskriftir frá Heilsuhúsinu
- Hollar uppskriftir Nokkrar hollar uppskriftir.
- Café Sigrún Hollustuuppskriftir sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur.
- Léttir Réttir Góðar uppskriftir fyrir fólk í átaki sem og aðra ;)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kvittið á síðunni minni, alltaf gaman að sjá hverjir lesa og takk fyrir hrósið, maður roðnar bara! hehe
En já krakkarnir stóðu sig rosa vel (líka í handstöðunum! hehe), og þau eru líka bara vel heppnuð eintök, forréttindi að fá að þjálfa svona skemmtilega krakka sjáumst á æfingu á eftir:o)
Bjarney Bjarnadóttir, 22.11.2007 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.