Vinnuhelgin búin

Þá er vinnutörnin þessa helgina að baki, sem sagt slysóvaktir. Hlakka til að eiga frí næstu þrjár helgar :D Litlu púkarnir fóru til pabba síns fyrir helgi og koma til okkar aftur á föstudaginn, og Elísa var líka hjá pabba sínum um helgina. Hún er alveg sannfærð um að hún sé orðin fræg þar sem það birtist mynd af henni, pabba hennar og Maju frænku hennar í viðskiptablaðinu um daginn. Þau voru nefninlega á opnunarhátíð R.I.F.F. hátíðarinnar, en Maja er andlit hátíðarinnar og prýðir alla bæklinga hjá þeim. Hafið örugglega séð hana blastaða á strætóskýlum borgarinnar t.d. ;) Svo fóru þau aftur í fyrrakvöld á einhverja athöfn varðandi þessa hátíð, einhverja verðlaunaafhendingu skilst mér, og Elísa sagði mér að það hefðu verið fullt af ljósmyndurum að taka myndir. Já, sú naut sín ;)

Ég er að vinna á lasernum í dag og svo á ég frí á morgun og hinn... það verður dásamlegt ;) Ja, reyndar gæti verið að ég taki eina aukavakt á slysó, svo sem ágætt að fá aukapening, en hins vegar græt ég ekki ef þær þurfa ekki á mér að halda í þetta skiptið ;)

Kuldaboli er mættur, þurfti að skafa af bílnum í morgun... svei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Liggur við að ég öfundi ykkur af kuldanum, hér er búið að vera allt of heitt!

Heiða María Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband