Já, ég fór til hans Kjartans galdrakarls í gær og hann stóð svo sannarlega undir nafni í þetta skiptið og reif úr mér tvær tennur, sadistinn sá arna. Síðan tróð hann upp í mig einhverjum ógeðslegum bráðabirgðagóm með brostönn og fyrir þetta allt saman rukkaði hann mig svo um 50 þúsund kall. Ég átti voða bágt í gær, aum í kjaftinum og ömurlegt að reyna að borða :( Er svo sem aðeins skárri í dag.
En jæja, ok, Kjartan galdrakarl er ekkert slæmur í alvörunni, hann er bara fínn tannlæknir. Fór með Örnu til hans í morgun, þar sem fullorðinsframtönnin í efri góm vi. megin er ekki enn komin niður, þrátt fyrir að barnatönnin hafi dottið fyrir 10 mánuðum síðan. Hann hélt svo sem að hún væri alveg að fara að gægjast í gegn. Ef hún verður ekki komin eftir mánuð eigum við samt að koma aftur og þá gæti þurft að skera aðeins fyrir henni svo hún komist nú í gegnum tannholdið. Svona er að vera með stórar tennur sem hafa lítið pláss til að komast niður ;) En þetta jafnar sig eflaust allt með tímanum.
Lilja
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 3.10.2007 | 15:47 (breytt kl. 15:49) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Hollar/léttar uppskriftir.
Fínar uppskriftir fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna.
- World Class uppskriftir Uppskriftir frá World Class
- Heil og sæl uppskriftir Uppskriftir frá Heilsuhúsinu
- Hollar uppskriftir Nokkrar hollar uppskriftir.
- Café Sigrún Hollustuuppskriftir sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur.
- Léttir Réttir Góðar uppskriftir fyrir fólk í átaki sem og aðra ;)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að tönnin hennar Örnu minnar komi nú áður en mánuður er liðinn :-)
Bestu kveðjur til allra sveitadurganna á efri hæðinni í Laufbrekku!
Dísa amma (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.