ups......

Biðst velvirðingar á hversu lítið við höfum bloggað hérna en smá uppfærsla núna.

Hjalti átti afmæli þann 22 maí, og var þrusu party haldið þann 26 sem var laugardagur, bökuð var skúffukaka sem var skreytt eins og fótboltavöllur, grænt krem og svo var keypt fótboltaspil og kallarnir rifnir af því og stungið ofan í kökuna, reyndar voru þeir bara 10 í hvoru liði en ég sagði nú bara að það væri af því að það væri búið að reka einn útaf í hvoru liði.  Auðvitað voru þetta Manchester sem var í sókn á kökunni, Rooney við það að skora auðvitað, á móti Chelsea, skiljanlega var þessu stillt þannig upp að fleiri leikmenn voru á vallarhelmingi Chelsea en United hehe.  Það komu um 13 aðrir krakkar, og það var þrusu fjör, Lilja sá nú um mestan undirbúningin í þessari veislu og voru pizzubitarnir hennar sérlega vinsælir.

Eitthvað var tekið af myndum og við setjum þær inn síðar, þangað til næst, blessuð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband