The Power of Love

Ef ykkur langar að sjá skemmtilegt verk kíkið þá á The Power of Love í Silfurtunglinu. Frábær sýning sem spilar algjörlega í takt við tónlistina. Magnað hvað er hægt að koma miklu til skila án orða; bara með svipbrigðum og tóinlist :D

Hér er aðeins um sýninguna:

 Brilljantín kynnir

POWER OF LOVE
(Hið fullkomna deit)


Einleikur eftir Halldóru Malin Pétursdóttur



„Þetta var á köflum óborganlegt… útfært á frumlegan og skemmtilegan
hátt í takt við tónlistina." Þorgeir Tryggvason, Mbl. 17. janúar,
2007.

Power of Love er komið aftur til landsins eftir leikferð til Króatíu
og Slóveníu.
Sýningar hefjast að nýju í mars, dagana 23., 24., 29. og 30. mars, í
Silfurtunglinu í Austurbæ. Sýningar hefjast allar klukkan 20:00.

Ath. Aðeins þessar 4 sýningar.

Miðasala er í Austurbæ frá 13:00-17:00 og í síma 551-4700, einnig er hægt
að nálgast miða á midi.is. Miðaverð er kr. 1500.


Power of Love, hið fullkomna deit, fjallar um konu sem er að undirbúa
mikilvægasta kvöld lífs síns. Hún ætlar að finna ástina og lifa
hamingjusöm til æviloka.
Til að ekkert fari úrskeiðis skipuleggur hún sig í þaula. Allt verður
að smella þegar herrann mætir á svæðið. Hún verður að vera fullkomin.

Tónlist sömdu og útsettu Páll Ívan Pálsson og Kristín Þóra
Haraldsdóttir og er í lifandi flutningi höfunda.

Halldóra Malin Pétursdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands
vorið 2006 með BFA í leiklist. Síðan þá hefur hún m.a. sett upp
einleik á Borgafirði Eystra, stofnað Leikhús Frú Normu á Egilsstöðum,
eitt af þremur atvinnuleikhúsum á landsbyggðinni, auk þess að vinna
til tvennra verðlauna í dansleikhússamkeppni Borgarleikhússins vorið
2006, fyrir verkið Tommi og Jenni. Nýverið stofnaði Halldóra Malin
leikhópinn Brilljantín. Power of Love fyrsta verkefni hópsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband