Góð kaup í Regatta

Litlu krakkarnir eru hjá pabba sínum þessa vikuna, en þau skoppast nú yfir í heimsókn þegar þeim sýnist ;) Hjalti fór með mér smá rúnt áðan að skutla Elísu í boxið. Við renndum síðan við í Regatta þarna í Faxafeninu, en það var búið að benda mér á að þar væri útsala. Ég gerði ekkert smá góð kaup. Snjóbuxur og úlpur voru á 990 kr. stykkið, svo ég keypti snjóbuxur á alla krakkana, og síðan úlpu og vesti á Örnu, en kuldagallinn hennar er orðinn ansi götóttur á hnjánum ;) Vestið var bara svo flott að ég keypti það líka ;)

Hjalti ákvað svo upp á eigin spýtur að hafa fisk í matinn og að þau Arna ætluðu að borða hjá mér ;) Þannig að það var komið við í Hagkaup og keypt ýsa. Soðin ýsa, kartöflur, smjör og tómatsósa; uppáhaldsmatur Hjalta og Örnu... já og Elísu finnst hann voða góður líka.

Ætla að leggja mig smá á eftir og fara síðan í ræktina og þar á eftir beint í vinnu, en ég er á næturvakt.

Lilja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband