Þá hefst hér opinberlega blogg fjölskyldunnar á heimilinu. Ég reikna svo sem fastlega með að það verði fullorðna fólkið sem sjái um þessa síðu að mestu, en þó gæti verið að ungarnir fái að tjá sig einstaka sinnum líka ;)
En annars þá fór ég með Örnu og Hjalta með mér í ræktina í dag, þeim finnst ægilega gaman að vera í gæslunni á meðan mamman púlar. Ég er að æfa í Laugum og þar sem það er ókeypis í Laugardalslaugina fyrir viðskiptavini World Class þá fórum við beint eftir æfinguna hjá mér. Ég kippti bara krökkunum inn í búningsklefa til mín og örkuðum svo af stað út í laug. Þegar maður fer í laugina í gegnum ræktina þá þarf maður að labba svolítinn spöl frá búningsklefanum að lauginni. Þetta er örugglega stórfínt á sumrin, en á veturna... úff! Við Arna vorum allavegana orðnar þokkalega freðnar á tánum og eiginlega hættar að finna fyrir þeim þegar við loks gátum stungið þeim ofan í hlýja laugina. Hjalti græddi á því að vera stubburinn og fékk far í fanginu á múttu.
En það var afskaplega gaman í sundi, allavegana skemmtu krakkarnir sér konunglega. Í heita pottinum frétti ég að það væri hægt að labba einhvern gang inni til að komast að búningsklefunum í Laugum og varð því afskaplega fegin. Sá fram á að við værum ekki í hættu á að missa tærnar vegna kals á leiðinni til baka. Þannig að þegar við fórum upp úr fórum við bara inn á hefðbundnum stað fyrir laugargesti og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. En ekki tókst betur til en svo að við fundum bara hvergi þessa goðsagnarkenndu leið og þurftum því á endanum að fara út aftur og frysta á okkur tærnar samt sem áður.
En við lifðum þetta nú af og allar tær eru enn áfastar. Hugsa að ég fjárfesti samt í einhverjum sund-sandölum áður en við leggjum í svona sundlaugarferð aftur ;)
Við fórum svo í strætó heim, sem krökkunum fannst líka rosa sport. Komum við í búðinni og versluðum laugardagsnammi. Restin af deginum fer líklega bara í afslöppun og notalegheit ;)
Lilja.
Gullmoli dagsins frá Hjalta:
Arna (að leika sér í heita pottinum): Sjáðu, ég er fljótandi bátur.
Hjalti (gerir eins og Arna nema kemur með svaka hrotuhljóð þar að auki): Sjáðu, ég er HRJÓTANDI bátur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 17.3.2007 | 19:15 (breytt kl. 19:19) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Hollar/léttar uppskriftir.
Fínar uppskriftir fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna.
- World Class uppskriftir Uppskriftir frá World Class
- Heil og sæl uppskriftir Uppskriftir frá Heilsuhúsinu
- Hollar uppskriftir Nokkrar hollar uppskriftir.
- Café Sigrún Hollustuuppskriftir sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur.
- Léttir Réttir Góðar uppskriftir fyrir fólk í átaki sem og aðra ;)
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.