Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Hjólaskórnir eru komnir í hendur Heiðu systur, jibbí og skibbí, og þeir meira að segja gátu leiðrétt adressuna einhversstaðar (einhver af þessum tuðtölvupóstum mínum hefur þá skilað árangri) og pakkinn var afhentur heim til Heiðu ;) Þannig að ormarnir mínir fá líklega óskajólagjöfina sína ;)
Jæja, best að halda áfram að taka til í herberginu hjá þessum dásamlegu ormum... herbergið er EKKI dásamlegt hins vegar :S
Vinir og fjölskylda | 14.11.2007 | 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinir og fjölskylda | 11.11.2007 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aulabárður aldarinnar sko. Ég ætlaði að vera rosalega sniðug og fá hana systur mína til að kaupa fyrir mig hjólaskó á krakkana þarna úti í Ameríkunni, þar sem þetta er langefst á óskalistanum hjá Örnu og Hjalta. Nema systa er náttúrulega svo rosalega upptekin og brjálað að gera hjá henni, þannig að hún hefur bara engan tíma í að reyna að grafa upp svona skó. Enda bíllaus og gefur sér varla tíma til að versla mat einu sinni. Jæja, Lilja ákvað að spara henni allt þetta vesen og bara panta af netinu... alveg brilliant lausn. Þá bara borga ég og netverslunin sendir þetta á Heiðu systur, þar sem þeir senda ekki utan Bandaríkjanna.
Jú, á endanum fann ég einhverja síðu þar sem það virtist vera hægt að borga með íslensku kreditkorti, þannig að ég lagði inn pöntun voða stolt og ánægð með mig. Síðan fór ég nú að skoða pöntunina aðeins betur og rak þá augun í að ég hafði snúið húsnúmerinu við... skrifaði 68 í stað 86. Alveg ótrúleg!!! Ég e-mailaði strax á kompaníið, en fékk ekkert nema stöðluð e-mail til baka um að það væri ekki hægt að breyta pöntun sem hefði verið lögð inn. Nú, ég fékk Heiðu til að hringja í þessa gaura, en þar lenti hún bara á gufu dauðans sem vissi ekkert í sinn haus og gat ekkert hjálpað. Hann gat ekki látið Heiðu fá neina e-mail adressu þegar hún bað um það, en bauðst hins vegar af hjálpsemi sinni til að láta hana fá símanúmer... ööööh... símanúmerið sem hún hringdi í þegar hún fékk samband við hann. Já, gáfaðir Ameríkanar.
Jæja, Heiða greyið þarf líklega að tölta til nágrannans neðar í götunni og athuga hvort þeir vilji vera svo elskulegir að hafa augun opin fyrir þessari pöntun ef hún skyldi koma til þeirra. Vona bara að þetta sé almennilegt fólk. Svo má reyndar athuga með póstinn sjálfann þarna úti, veit bara ekki alveg hverjir sjá um sendinguna. Athuga þetta betur eftir helgi.
En já, eins og þetta væri ekki nóg klúður þá komst ég líka að því að ég pantaði óvart tvenna nákvæmlega eins skó á Hjalta. Ætlaði sko að panta eina á Örnu og eina á Hjalta, en pantaði sem sagt eina á Örnu og TVENNA á Hjalta. Ójá, ég er netpöntunarsérfræðingur.
Well, ef þessir skór komast til skila þá verð ég svo sem örugglega ekki í vandræðum með að koma þessu aukapari út. En kannski verður það svo að um jólin verða einhverjir Joe, John og Daisy voða ánægð með nýju hjólaskóna sína sem jólasveinninn kom með alveg upp úr þurru :Þ
Vinir og fjölskylda | 9.11.2007 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinir og fjölskylda | 7.11.2007 | 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og fjölskylda | 29.10.2007 | 13:18 (breytt kl. 13:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vorum í viðtali hjá kennaranum áðan. Ég á greinilega bara fullkomið skólabarn. Engar kvartanir, ekkert nema gott um hana að segja. Hún er bara mjög dugleg og samviskusöm, hlýðin og gengur vel. Þetta kennaraviðtal var svona eins og þau fyrri, hálfvandræðaleg þar sem það var eiginlega ekkert að ræða nema bara, já hún er rosalega dugleg o.s.frv.
Flott, mál. Ekki kvarta ég yfir því ;)
En tókuð þið eftir þessu... heilar TVÆR bloggfærslur SAMA daginn. Hvað er að gerast???
Vinir og fjölskylda | 23.10.2007 | 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og fjölskylda | 23.10.2007 | 10:21 (breytt kl. 12:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er vinnutörnin þessa helgina að baki, sem sagt slysóvaktir. Hlakka til að eiga frí næstu þrjár helgar :D Litlu púkarnir fóru til pabba síns fyrir helgi og koma til okkar aftur á föstudaginn, og Elísa var líka hjá pabba sínum um helgina. Hún er alveg sannfærð um að hún sé orðin fræg þar sem það birtist mynd af henni, pabba hennar og Maju frænku hennar í viðskiptablaðinu um daginn. Þau voru nefninlega á opnunarhátíð R.I.F.F. hátíðarinnar, en Maja er andlit hátíðarinnar og prýðir alla bæklinga hjá þeim. Hafið örugglega séð hana blastaða á strætóskýlum borgarinnar t.d. ;) Svo fóru þau aftur í fyrrakvöld á einhverja athöfn varðandi þessa hátíð, einhverja verðlaunaafhendingu skilst mér, og Elísa sagði mér að það hefðu verið fullt af ljósmyndurum að taka myndir. Já, sú naut sín ;)
Ég er að vinna á lasernum í dag og svo á ég frí á morgun og hinn... það verður dásamlegt ;) Ja, reyndar gæti verið að ég taki eina aukavakt á slysó, svo sem ágætt að fá aukapening, en hins vegar græt ég ekki ef þær þurfa ekki á mér að halda í þetta skiptið ;)
Kuldaboli er mættur, þurfti að skafa af bílnum í morgun... svei!
Vinir og fjölskylda | 8.10.2007 | 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já, ég fór til hans Kjartans galdrakarls í gær og hann stóð svo sannarlega undir nafni í þetta skiptið og reif úr mér tvær tennur, sadistinn sá arna. Síðan tróð hann upp í mig einhverjum ógeðslegum bráðabirgðagóm með brostönn og fyrir þetta allt saman rukkaði hann mig svo um 50 þúsund kall. Ég átti voða bágt í gær, aum í kjaftinum og ömurlegt að reyna að borða :( Er svo sem aðeins skárri í dag.
En jæja, ok, Kjartan galdrakarl er ekkert slæmur í alvörunni, hann er bara fínn tannlæknir. Fór með Örnu til hans í morgun, þar sem fullorðinsframtönnin í efri góm vi. megin er ekki enn komin niður, þrátt fyrir að barnatönnin hafi dottið fyrir 10 mánuðum síðan. Hann hélt svo sem að hún væri alveg að fara að gægjast í gegn. Ef hún verður ekki komin eftir mánuð eigum við samt að koma aftur og þá gæti þurft að skera aðeins fyrir henni svo hún komist nú í gegnum tannholdið. Svona er að vera með stórar tennur sem hafa lítið pláss til að komast niður ;) En þetta jafnar sig eflaust allt með tímanum.
Lilja
Vinir og fjölskylda | 3.10.2007 | 15:47 (breytt kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinir og fjölskylda | 1.10.2007 | 08:39 (breytt kl. 08:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Hollar/léttar uppskriftir.
Fínar uppskriftir fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna.
- World Class uppskriftir Uppskriftir frá World Class
- Heil og sæl uppskriftir Uppskriftir frá Heilsuhúsinu
- Hollar uppskriftir Nokkrar hollar uppskriftir.
- Café Sigrún Hollustuuppskriftir sem innihalda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur.
- Léttir Réttir Góðar uppskriftir fyrir fólk í átaki sem og aðra ;)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar